Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Arnar Skúli Atlason skrifar 31. október 2024 22:10 Viðar Örn Hafsteinsson veit ekki hvað vandamálið er hjá sínum mönnum í Hetti en þeir hafa tapað þremur leikjum í röð. vísir / anton brink Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan. „Bara svekktur, mjög svekktur og pirraður yfir frammistöðu okkar bæði í dag og svona uppá síðkastið, það er svona minn höfuðverkur núna,“ sagði Viðar eftir leik. Höttur vann fyrstu tvo leikina í vetur en seinustu þrír leikir hafa ekki verið góðir og liðið fengið stóra skelli. „Liðsframlagið, ekki hægt að benda á erlenda leikmenn, þetta eru leikmenn Hattar og þeir standa sig misvel, byrjum illa, það er eitthvað, kannski er það byrjunarliðið, kannski er það eitthvað í undirbúningnum frá mér, það sem ég held að við þurfum að gera núna, byrja á mér við þurfum að líta inn á við, hvað getum við gert í að byrja að taka fyrsta skrefið að snúa þessu við aftur, það er ekki hætt við að Höttur á Egilsstöðum tapi körfuboltaleik en frammistaðan er vonbrigði.“ Vandamál á báðum endum vallarins Viðar gat ekki bent á augljóst vandamál en það var mikið að í dag. „Ef ég gæti sagt þér akkúrat núna hvert vandamálið er, þá væri auðveldara að gera það, það er eitthvað svona hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins, það er ekki þannig að það breytist á einni viku að menn séu góðir að kasta og grípa og hitta í körfuna og svo vakna menn daginn eftir og verða lélegir í því, þetta er svona andlegs eðlis það er bjútíið að vera í liðsiþrótt svona samstaða og finna leiðir og menn koma með hugmyndir, hvernig ætlum við að vinna okkur í átt að þessu, það er eitthvað sem við ætlum að sameinast um núna og finna leiðir og prófa þær og þróa okkur áfram, því að brekkan er svolítið brött núna og éljagangur og rok í andlitið en við sem heildin við vinnum okkur út úr þessu ég hef engar áhyggjur af því, hversu snemma ég veit það ekki.“ Viðar bætti við að Matej Karlovic væri meiddur og hvort hann myndi snúa tilbaka eftir landsleikjafrí eða eftir áramót væri ekki vitað. Bónus-deild karla Höttur Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
„Bara svekktur, mjög svekktur og pirraður yfir frammistöðu okkar bæði í dag og svona uppá síðkastið, það er svona minn höfuðverkur núna,“ sagði Viðar eftir leik. Höttur vann fyrstu tvo leikina í vetur en seinustu þrír leikir hafa ekki verið góðir og liðið fengið stóra skelli. „Liðsframlagið, ekki hægt að benda á erlenda leikmenn, þetta eru leikmenn Hattar og þeir standa sig misvel, byrjum illa, það er eitthvað, kannski er það byrjunarliðið, kannski er það eitthvað í undirbúningnum frá mér, það sem ég held að við þurfum að gera núna, byrja á mér við þurfum að líta inn á við, hvað getum við gert í að byrja að taka fyrsta skrefið að snúa þessu við aftur, það er ekki hætt við að Höttur á Egilsstöðum tapi körfuboltaleik en frammistaðan er vonbrigði.“ Vandamál á báðum endum vallarins Viðar gat ekki bent á augljóst vandamál en það var mikið að í dag. „Ef ég gæti sagt þér akkúrat núna hvert vandamálið er, þá væri auðveldara að gera það, það er eitthvað svona hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins, það er ekki þannig að það breytist á einni viku að menn séu góðir að kasta og grípa og hitta í körfuna og svo vakna menn daginn eftir og verða lélegir í því, þetta er svona andlegs eðlis það er bjútíið að vera í liðsiþrótt svona samstaða og finna leiðir og menn koma með hugmyndir, hvernig ætlum við að vinna okkur í átt að þessu, það er eitthvað sem við ætlum að sameinast um núna og finna leiðir og prófa þær og þróa okkur áfram, því að brekkan er svolítið brött núna og éljagangur og rok í andlitið en við sem heildin við vinnum okkur út úr þessu ég hef engar áhyggjur af því, hversu snemma ég veit það ekki.“ Viðar bætti við að Matej Karlovic væri meiddur og hvort hann myndi snúa tilbaka eftir landsleikjafrí eða eftir áramót væri ekki vitað.
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira