Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 18:05 Kristrún kynnti framkvæmdaplan á Egilsstöðum í dag. samfylkingin „Við verðum að taka á þessu braski sem er á húsnæðismarkaði,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem kynnti svokallað útspil flokksins í húsnæðis- og kjaramálum á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu. Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu.
Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira