Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2024 19:33 Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ómar Ingi Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari HK. Hann telur best núna að annar þjálfari taki við stjórnartaumum liðsins og segir að ákvörðun sín hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni. Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK.
HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira