Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 15:02 Ómar Ingi Guðmundsson tók við þjálfun HK snemma tímabils 2022. Undir hans stjórn komst liðið upp í Bestu deild karla og hélt sér þar í fyrra. Í haust féll liðið hins vegar í annað sinn á fjórum árum. vísir/diego Ákvörðun Ómars Inga Guðmundssonar að hætta sem þjálfari karlaliðs HK í fótbolta kom forráðamönnum félagsins á óvart. Þeir kveðjast honum þakklátir fyrir langan og farsælan tíma hjá HK. Leitin að nýjum þjálfara er hafin. Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni. Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Glímdi við augnsjúkdóm Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni.
Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Glímdi við augnsjúkdóm Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira