„Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:28 Ísak Gústafsson sækir á vörn MT Melsungen. Elvar Örn Jónsson reynir að stöðva hann. Vísir/Anton Brink Ísak Gústafsson átti góðan leik fyrir Val er liðið tók á móti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, MT Melsungen, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
„Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira