„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:00 Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Vísir/Anton Brink Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. „Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Grindvíkingar leita hefnda Körfubolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Sjá meira
„Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Grindvíkingar leita hefnda Körfubolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02