Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2024 23:01 Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Vísir/Stefán Sorpa segist vera tilbúin að skoða nýjar leiðir til að gera fólki kleift að taka við ónothæfum hlutum sem berast með nytjagámum sem á að farga. Þróunarstjóri segir það geta verið hættulegt þegar fólk reynir að bjarga hlutum frá förgun á endurvinnslustöðum. Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“ Sorpa Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“
Sorpa Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira