Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2024 17:51 Þórdís Kolbrún segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins um að banna starfsemi UNRWA. Vísir/Einar og EPA Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. Þórdís Kolbrún fordæmir þessa ákvörðun í tilkynningu á samfélagsmiðlinum X. Þar segir hún að íslenska ríkið fordæmi þessa ákvörðun ísraelska þingsins. Þessi ákvörðun muni koma í veg fyrir að UNRWA geti starfað á heimastjórnarsvæði Palestínumanna auk þess sem ákvörðunin setji hættulegt fordæmi í marghliða alþjóðlegu samstarfi. Tilkynning Þórdísar Kolbrúnar á samfélagsmiðlinum X.X „UNRWA er partur af Sameinuðu þjóðunum og vinna þeirra bjargar lífum og er nauðsynleg milljónum palestínska flóttamanna, þar á meðal þeirra á Gasa,“ segir að lokum í tilkynningu Þórdísar Kolbrúnar. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa einnig lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, sagði í dag ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Átján eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á skóla í Gasa, þar af sex starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 12. september 2024 06:55 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29. október 2024 11:47 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þórdís Kolbrún fordæmir þessa ákvörðun í tilkynningu á samfélagsmiðlinum X. Þar segir hún að íslenska ríkið fordæmi þessa ákvörðun ísraelska þingsins. Þessi ákvörðun muni koma í veg fyrir að UNRWA geti starfað á heimastjórnarsvæði Palestínumanna auk þess sem ákvörðunin setji hættulegt fordæmi í marghliða alþjóðlegu samstarfi. Tilkynning Þórdísar Kolbrúnar á samfélagsmiðlinum X.X „UNRWA er partur af Sameinuðu þjóðunum og vinna þeirra bjargar lífum og er nauðsynleg milljónum palestínska flóttamanna, þar á meðal þeirra á Gasa,“ segir að lokum í tilkynningu Þórdísar Kolbrúnar. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa einnig lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, sagði í dag ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Átján eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á skóla í Gasa, þar af sex starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 12. september 2024 06:55 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29. október 2024 11:47 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Átján eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á skóla í Gasa, þar af sex starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 12. september 2024 06:55
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51
Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29. október 2024 11:47