Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 29. október 2024 18:01 Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun