Samkvæmt mbl.is sótti parið um leyfi fyrir nafninu hjá mannanafnanefnd og var það samþykkt þann 3. september síðastliðinn.
Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir, þau Ingibjörgu Sóllilju, Baltasar Breka, Storm Jón Kormák og Pálma Kormák.
Sunneva og Baltasar byrjuðu saman í ársbyrjun 2019.
Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar.
Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu.