„Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 14:01 Óskar Bjarni Óskarsson og strákarnir hans fá afar krefjandi verkefni í kvöld. vísir/anton Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum. „Við erum bara spenntir. Það er alltaf gaman að spila að spila heima. Þetta er í sjálfu sér fyrsti heimaleikurinn. Við spiluðum [gegn Porto] í Kaplakrika þar FH-ingar og Valsmenn gerðu þetta stórkostlega saman. Núna erum við hérna í N1-höllinni og það er bara eftirvænting. Þetta er toppliðið í Þýskalandi með marga frábæra leikmenn,“ sagði Óskar Bjarni á nokkuð óhefðbundnum blaðamannafundi Vals fyrir leikinn í dag. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar og hefur náð í eitt stig í Evrópudeildinni. Óskar Bjarni er mátulega sáttur við gengið á tímabilinu. Erum svona lala „Við höfum kroppað í stig hér og þar og eigum inni á flestum vígstöðvum. Það er engin krísa en við viljum klárlega bæta okkur og verðum smám saman betri á öllum vígstöðvum. Við erum svona lala. Það urðu einhverjar breytingar hjá okkur. Við getum ekki alltaf falið okkur bak við það en það tekur tíma að þroskast og verða betri og ég held að það verði þannig í vetur. Þetta verður góður vetur,“ sagði Óskar Bjarni. Magnús Óli Magnússon í leiknum gegn Porto í Kaplakrika. Hann endaði með 27-27 jafntefli.vísir/anton Dagskráin hefur verið stíf hjá Val að undanförnu. Óskar Bjarni segir að það hafi gengið nokkuð vel að halda mönnum við efnið og í góðu standi. Endurheimtin flókin „Það hefur gengið ágætlega. Við ætluðum að bæta okkur í því frá því við vorum síðast í þessari keppni. Það er alltaf talsvert af ferðalögum fyrir Íslendinga og svo erum við með námsmenn og vinnandi menn þannig að endurheimtin er alltaf dálítið flókin. En einbeitingin er í sjálfu sér ágæt. Þú æfir ekki mikið en menn þurfa að liggja aðeins yfir myndböndum og gera vinnuna heima líka. Þeir eiga að verða betri og betri í því,“ sagði Óskar Bjarni. Viktor Sigurðsson er lykilmaður í liði Vals.vísir/anton „Við sjáum hvað verður en mér finnst þetta hrikalega gaman og ég held að strákunum finnist það líka. Þú ert bara að spila á móti alvöru mótherjum; Melsungen, Porto, Vardar. Þetta er það sem þú vildir og er þar sem félagið á að vera. Við reynum að stefna hærra og hærra og verða betri og betri í þessu.“ Fyrirmyndin Elvar Melsungen er sem fyrr sagði á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er ógnarsterkt og verkefni Vals í kvöld því ærið. „Þeir spila góða vörn og eru vel þjálfaðir. Þú þarft alvöru hóp í þessa deild í Þýskalandi. Þeir eru með marga landsliðsmenn og góða leikmenn. Það er gaman að fá Íslendinga, Elvar Örn og Arnar. Við vitum fyrir hvað þeir standa en einbeitum okkur meira að okkur. Við viljum gera mun betur en við gerðum í Þýskalandi,“ sagði Óskar Bjarni en Valur tapaði, 36-21, fyrir Melsungen í síðustu viku. Óskar Bjarni þekkir Elvar vel og hrósaði Selfyssingnum í hástert á blaðamannafundinum. „Fyrir áhorfendur, að fá topplið hingað, og strákana okkar að máta sig við þá bestu er þetta stórkostlegt tækifæri. Það er gaman að fá Elvar og Arnar. Elvar er sennilega einn mesti stríðsmaður sem við eigum. Hann spilar sextíu mínútur í vörn og sókn, með frábært viðhorf, æfir eins og vitleysingur og er góð fyrirmynd. Þetta er maður sem við eigum að ýta upp sem fyrirmynd,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni segir Elvar Örn Jónsson vera mikla og góða fyrirmynd.getty/Alex Davidson „Arnar finnst mér hafa staðið sig mjög vel. Við erum búnir að skoða alla leikina þeirra í Þýskalandi. Ég vona fyrir hönd landsliðsins að hann stígi ennþá meira upp. Kannski ekki gegn okkur en í öðrum leikjum.“ Leikur Vals og Melsungen hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Við erum bara spenntir. Það er alltaf gaman að spila að spila heima. Þetta er í sjálfu sér fyrsti heimaleikurinn. Við spiluðum [gegn Porto] í Kaplakrika þar FH-ingar og Valsmenn gerðu þetta stórkostlega saman. Núna erum við hérna í N1-höllinni og það er bara eftirvænting. Þetta er toppliðið í Þýskalandi með marga frábæra leikmenn,“ sagði Óskar Bjarni á nokkuð óhefðbundnum blaðamannafundi Vals fyrir leikinn í dag. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar og hefur náð í eitt stig í Evrópudeildinni. Óskar Bjarni er mátulega sáttur við gengið á tímabilinu. Erum svona lala „Við höfum kroppað í stig hér og þar og eigum inni á flestum vígstöðvum. Það er engin krísa en við viljum klárlega bæta okkur og verðum smám saman betri á öllum vígstöðvum. Við erum svona lala. Það urðu einhverjar breytingar hjá okkur. Við getum ekki alltaf falið okkur bak við það en það tekur tíma að þroskast og verða betri og ég held að það verði þannig í vetur. Þetta verður góður vetur,“ sagði Óskar Bjarni. Magnús Óli Magnússon í leiknum gegn Porto í Kaplakrika. Hann endaði með 27-27 jafntefli.vísir/anton Dagskráin hefur verið stíf hjá Val að undanförnu. Óskar Bjarni segir að það hafi gengið nokkuð vel að halda mönnum við efnið og í góðu standi. Endurheimtin flókin „Það hefur gengið ágætlega. Við ætluðum að bæta okkur í því frá því við vorum síðast í þessari keppni. Það er alltaf talsvert af ferðalögum fyrir Íslendinga og svo erum við með námsmenn og vinnandi menn þannig að endurheimtin er alltaf dálítið flókin. En einbeitingin er í sjálfu sér ágæt. Þú æfir ekki mikið en menn þurfa að liggja aðeins yfir myndböndum og gera vinnuna heima líka. Þeir eiga að verða betri og betri í því,“ sagði Óskar Bjarni. Viktor Sigurðsson er lykilmaður í liði Vals.vísir/anton „Við sjáum hvað verður en mér finnst þetta hrikalega gaman og ég held að strákunum finnist það líka. Þú ert bara að spila á móti alvöru mótherjum; Melsungen, Porto, Vardar. Þetta er það sem þú vildir og er þar sem félagið á að vera. Við reynum að stefna hærra og hærra og verða betri og betri í þessu.“ Fyrirmyndin Elvar Melsungen er sem fyrr sagði á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er ógnarsterkt og verkefni Vals í kvöld því ærið. „Þeir spila góða vörn og eru vel þjálfaðir. Þú þarft alvöru hóp í þessa deild í Þýskalandi. Þeir eru með marga landsliðsmenn og góða leikmenn. Það er gaman að fá Íslendinga, Elvar Örn og Arnar. Við vitum fyrir hvað þeir standa en einbeitum okkur meira að okkur. Við viljum gera mun betur en við gerðum í Þýskalandi,“ sagði Óskar Bjarni en Valur tapaði, 36-21, fyrir Melsungen í síðustu viku. Óskar Bjarni þekkir Elvar vel og hrósaði Selfyssingnum í hástert á blaðamannafundinum. „Fyrir áhorfendur, að fá topplið hingað, og strákana okkar að máta sig við þá bestu er þetta stórkostlegt tækifæri. Það er gaman að fá Elvar og Arnar. Elvar er sennilega einn mesti stríðsmaður sem við eigum. Hann spilar sextíu mínútur í vörn og sókn, með frábært viðhorf, æfir eins og vitleysingur og er góð fyrirmynd. Þetta er maður sem við eigum að ýta upp sem fyrirmynd,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni segir Elvar Örn Jónsson vera mikla og góða fyrirmynd.getty/Alex Davidson „Arnar finnst mér hafa staðið sig mjög vel. Við erum búnir að skoða alla leikina þeirra í Þýskalandi. Ég vona fyrir hönd landsliðsins að hann stígi ennþá meira upp. Kannski ekki gegn okkur en í öðrum leikjum.“ Leikur Vals og Melsungen hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira