Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 29. október 2024 06:32 Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Leikskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun