Óljós viðurkenning þrátt fyrir stefnu stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 28. október 2024 08:32 Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun