Óljós viðurkenning þrátt fyrir stefnu stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 28. október 2024 08:32 Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar