Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Íþróttadeild Vísis skrifar 27. október 2024 22:22 Ísak Snær Þorvaldsson lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Hann var maður leiksins í kvöld að mati Íþróttadeildar Vísis. Vísir/Anton Brink Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu þegar þeir unnu öruggan 3-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik um titilinn. Í fréttinni má sjá einkunnagjöf Íþróttadeildar Vísis úr leiknum en maður leiksins kom vitaskuld úr liði Íslandsmeistaranna. Víkingur Ingvar Jónsson, markvörður 5Virtist aðeins villtur þegar hann reyndi að verjast Ísaki í fyrsta markinu og greip í tómt í úthlaupi þegar Aron Bjarnason skoraði þriðja markið. Hefur spilað betur en er ekki ástæðan fyrir tapi Víkinga í kvöld. Karl Friðleifur Gunnarsson, hægri bakvörður 5Tók ágætlega virkan þátt sóknarlega en komst lítið áleiðis. Var færður yfir til vinstri þegar Davíð Örn kom inn af bekknum og komst í ágætar stöður sem lítið varð úr. Oliver Ekroth, miðvörður 3Sneri aftur úr meiðslum og var augljóslega ekki í leikformi. Var frá í þrjár vikur og virkaði mjög óöruggur í öllum sínum aðgerðum í kvöld og lenti oft í vandræðum með Ísak Snæ. Blikar gerðu honum heldur enga greiða og pressuðu stíft í hvert skipti sem hann fékk boltann. Aron Bjarnason reynir að koma boltanum á markið og Ingvar Jónsson er við öllu viðbúinn.Vísir/Anton Brink Gunnar Vatnhamar, miðvörður 5Átti skalla í stöngina í upphafi síðari hálfleiks. Mark þar hefði þýtt allt aðra stöðu fyrir Víkinga. Gunnar barðist eins og ljón en var líkt og Oliver oft í vandræðum í miðri vörninni. Var færður upp á miðjuna í síðari hálfleik sem breytti litlu. Tarik Ibrahimagic, vinstri bakvörður 4Hefur komið sterkur inn í lið Víkinga eftir að hafa komið frá Vestra á miðju sumri. Gerði slæm mistök í síðasta leik gegn ÍA sem kostuðu mark og átti heldur ekki góðan leik í kvöld. Var tekinn af velli á 58. mínútu. Tarik Ibrahimagic tekur á móti knettinum.Vísir/Anton Brink Aron Elís Þrándarson, miðjumaður 4Varð undir í baráttunni á miðjunni gegn Höskuldi. Komst lítið í takt við leikinn og virkaði hálf týndur. Var ekki lykilleikmaðurinn sem hann getur verið í þessu Víkingsliði. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður 5Hefur spilað frábærlega að undanförnu en náði ekki sömu hæðum í dag. Reyndi hvað hann gat að koma sér inn í leikinn en var tekinn útaf á 75. mínútu þegar Víkingar gerðu tilraun til að breyta gangi mála. Danijel Dejan Djuric, miðjumaður 5Er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Víkinga en náði ekki sínum besta leik frekar en aðrir leikmenn Víkings. Átti ágæta spretti í síðari hálfleik og komst nálægt því að skora þegar hann skallaði boltann í þverslána. Var tekinn af velli á 75. mínútu. Hvorki Ari Sigurpálsson né Aron Elís Þrándarson spiluðu sinn besta leik í kvöld.Vísir/Anton Brink Erlingur Agnarsson, hægri vængmaður 5Komst lítið áleiðis gegn liði Blika. Lenti í samstuði við Kristin Jónsson snemma leiks en kom sem betur fer heill út úr því. Ari Sigurpálsson, vinstri vængmaður 3Komst aldrei í takt við leikinn en Ari hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Víkinga í sumar. Var tekinn af velli á 58. mínútu leiksins eftir að hafa verið afar lítið áberandi. Nikolaj Hansen, sóknarmaður 5Færin voru fá sem Nikolaj fékk í kvöld, lítil þjónusta frá liðsfélögunum. Átti fastan skalla eftir hornspyrnu um miðjan seinni hálfleik en stýrði honum bara niður í jörðina frekar en á markið. Varamenn: Helgi Guðjónsson 5 (kom inná fyrir Ara Sigurpálsson á 58. mínútu)Kom inn af ágætum krafti og átti fljótlega hættulega fyrirgjöf sem samherjar hans voru ekki nógu grimmir að elta í teignum. Var ekki ofurvaramaðurinn í kvöld eins og oft áður. Davíð Örn Atlason 5 (kom inná fyrir Tarik Ibrahimagic á 58. mínútu)Fór í hægri bakvörðinn í stað Karl Friðleifs sem færði sig til vinstri. Leggur sig alltaf hundrað prósent fram en í dag dugði það ekki til. Arnar Gunnlaugsson þurfti að fylgjast með leik sinna manna úr stúkunni þar sem hann tók út leikbann.Vísir/Anton Brink Jón Guðni Fjóluson (kom inná fyrir Danijel Dejan Djuric á 75. mínútu)Spilaði ekki nóg til að fá einkunn Viktor Örlygur Andrason (kom inná fyrir Gísla Gottskálk Þórðarson á 75. mínútu)Spilaði ekki nóg til að fá einkunn Breiðablik Anton Ari Einarsson, markvörður 7Var traustur líkt og hann hefur verið í allt sumar og getur verið ánægður með sína frammistöðu. Fékk í leikslok verðlaun fyrir að vera sá markmaður sem oftast hefur haldið hreinu í Bestu deildinni á tímabilinu. Andri Rafn Yeoman, hægri bakvörður 7Herra Breiðablik spilaði vel í hægri bakverðinum. Hann er annar af tveimur leikmönnum Blikaliðsins sem hefur verið í liðinu öll þrjú tímabilin sem félagið hefur orðið meistari, skilar alltaf sínu og gerði það í kvöld. Damir fagnar með stuðningsmönnum Blika.Vísir/Anton Brink Damir Muminovic, miðvörður 8Gerði stórvel í öðru marki Blika. Hélt boltanum úti í horni, lék á varnarmann og gaf frábæra fyrirgjöf sem endaði með marki eftir klafs í teignum. Með allt á hreinu á hinum enda vallarins. Viktor Örn Margeirsson, miðvörður 8Markið hreint og Víkingar fengu afar fá færi. Frábær frammistaða. Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður 6Fór af velli vegna meiðsla á 21. mínútu eftir að hafa lent í hörðum árekstri við Erling Agnarsson. Afar svekkjandi fyrir þennan reynslumikla leikmann sem virtist bæði vankaður og þjáður eftir áreksturinn. Arnór Gauti Jónsson, miðjumaður 8Stýrði miðjunni og vann frábæra varnarvinnu allan leikinn. Átti samt nóg eftir á tanknum og vildi ekki skiptingu í uppbótartíma. Fékk gult spjald fyrir að vera of lengi að fara af velli. Alvöru stælar en var sannarlega búinn að vinna fyrir þeim. Arnór Gauti spilaði vel í kvöld.Vísir/Anton Brink Viktor Karl Einarsson, miðjumaður 7Var afar duglegur og mikilvægur hlekkur í frábærlega vel heppnaðri pressu Blika í leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson, miðjumaður 8Mikilvægi fyrirliðans í þessu Blikaliði verður seint ofmetið. Spilaði fantavel í dag, stýrði liðinu eins og herforingi og steig ekki feilspor. Leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Aron Bjarnason, hægri vængmaður 8Var afar öflugur í pressunni og kláraði færið sitt frábærlega þegar hann skoraði markið sem innsiglaði sigurinn. Mjög góð frammistaða. Blikar fagna í leikslok.Vísir/Anton Brink Davíð Ingvarsson, vinstri vængmaður 7Byrjaði á kantinum en var færður í bakvörðinn þegar Kristinn fór af velli meiddur. Spilaði vel, engin mistök og fín frammistaða heilt yfir. Ísak Snær Þorvaldsson, sóknarmaður 9Maður leiksins. Var með varnarmenn Víkinga í vasanum og skoraði tvö mörk í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hvað viljið þið meira? Varamenn Kristinn Steindórsson (kom inná fyrir Kristin Jónsson á 21. mínútu) 8Kom inn af bekknum snemma leiks sem er alltaf ákveðin áskorun. Spilaði af öryggi og nýtti reynslu sína þegar á þurfti að halda. Lagði upp þriðja markið fyrir Aron og var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðabliki. Kristófer Ingi Kristinsson (kom inn fyrir Ísak Snæ á 78. mínútu)Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn en átti að fá víti á lokasekúndunum þegar Ingvar markvörður Víkinga straujaði hann niður í teignum. Oliver Sigurjónsson (kom inn fyrir Arnór Gauta í uppbótartíma)Spilaði of lítið til að fá einkunn Benjamin Stokke (kom inn fyrir Viktor Karl í uppbótartíma)Spilaði of lítið til að fá einkunn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Víkingur Ingvar Jónsson, markvörður 5Virtist aðeins villtur þegar hann reyndi að verjast Ísaki í fyrsta markinu og greip í tómt í úthlaupi þegar Aron Bjarnason skoraði þriðja markið. Hefur spilað betur en er ekki ástæðan fyrir tapi Víkinga í kvöld. Karl Friðleifur Gunnarsson, hægri bakvörður 5Tók ágætlega virkan þátt sóknarlega en komst lítið áleiðis. Var færður yfir til vinstri þegar Davíð Örn kom inn af bekknum og komst í ágætar stöður sem lítið varð úr. Oliver Ekroth, miðvörður 3Sneri aftur úr meiðslum og var augljóslega ekki í leikformi. Var frá í þrjár vikur og virkaði mjög óöruggur í öllum sínum aðgerðum í kvöld og lenti oft í vandræðum með Ísak Snæ. Blikar gerðu honum heldur enga greiða og pressuðu stíft í hvert skipti sem hann fékk boltann. Aron Bjarnason reynir að koma boltanum á markið og Ingvar Jónsson er við öllu viðbúinn.Vísir/Anton Brink Gunnar Vatnhamar, miðvörður 5Átti skalla í stöngina í upphafi síðari hálfleiks. Mark þar hefði þýtt allt aðra stöðu fyrir Víkinga. Gunnar barðist eins og ljón en var líkt og Oliver oft í vandræðum í miðri vörninni. Var færður upp á miðjuna í síðari hálfleik sem breytti litlu. Tarik Ibrahimagic, vinstri bakvörður 4Hefur komið sterkur inn í lið Víkinga eftir að hafa komið frá Vestra á miðju sumri. Gerði slæm mistök í síðasta leik gegn ÍA sem kostuðu mark og átti heldur ekki góðan leik í kvöld. Var tekinn af velli á 58. mínútu. Tarik Ibrahimagic tekur á móti knettinum.Vísir/Anton Brink Aron Elís Þrándarson, miðjumaður 4Varð undir í baráttunni á miðjunni gegn Höskuldi. Komst lítið í takt við leikinn og virkaði hálf týndur. Var ekki lykilleikmaðurinn sem hann getur verið í þessu Víkingsliði. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður 5Hefur spilað frábærlega að undanförnu en náði ekki sömu hæðum í dag. Reyndi hvað hann gat að koma sér inn í leikinn en var tekinn útaf á 75. mínútu þegar Víkingar gerðu tilraun til að breyta gangi mála. Danijel Dejan Djuric, miðjumaður 5Er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Víkinga en náði ekki sínum besta leik frekar en aðrir leikmenn Víkings. Átti ágæta spretti í síðari hálfleik og komst nálægt því að skora þegar hann skallaði boltann í þverslána. Var tekinn af velli á 75. mínútu. Hvorki Ari Sigurpálsson né Aron Elís Þrándarson spiluðu sinn besta leik í kvöld.Vísir/Anton Brink Erlingur Agnarsson, hægri vængmaður 5Komst lítið áleiðis gegn liði Blika. Lenti í samstuði við Kristin Jónsson snemma leiks en kom sem betur fer heill út úr því. Ari Sigurpálsson, vinstri vængmaður 3Komst aldrei í takt við leikinn en Ari hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Víkinga í sumar. Var tekinn af velli á 58. mínútu leiksins eftir að hafa verið afar lítið áberandi. Nikolaj Hansen, sóknarmaður 5Færin voru fá sem Nikolaj fékk í kvöld, lítil þjónusta frá liðsfélögunum. Átti fastan skalla eftir hornspyrnu um miðjan seinni hálfleik en stýrði honum bara niður í jörðina frekar en á markið. Varamenn: Helgi Guðjónsson 5 (kom inná fyrir Ara Sigurpálsson á 58. mínútu)Kom inn af ágætum krafti og átti fljótlega hættulega fyrirgjöf sem samherjar hans voru ekki nógu grimmir að elta í teignum. Var ekki ofurvaramaðurinn í kvöld eins og oft áður. Davíð Örn Atlason 5 (kom inná fyrir Tarik Ibrahimagic á 58. mínútu)Fór í hægri bakvörðinn í stað Karl Friðleifs sem færði sig til vinstri. Leggur sig alltaf hundrað prósent fram en í dag dugði það ekki til. Arnar Gunnlaugsson þurfti að fylgjast með leik sinna manna úr stúkunni þar sem hann tók út leikbann.Vísir/Anton Brink Jón Guðni Fjóluson (kom inná fyrir Danijel Dejan Djuric á 75. mínútu)Spilaði ekki nóg til að fá einkunn Viktor Örlygur Andrason (kom inná fyrir Gísla Gottskálk Þórðarson á 75. mínútu)Spilaði ekki nóg til að fá einkunn Breiðablik Anton Ari Einarsson, markvörður 7Var traustur líkt og hann hefur verið í allt sumar og getur verið ánægður með sína frammistöðu. Fékk í leikslok verðlaun fyrir að vera sá markmaður sem oftast hefur haldið hreinu í Bestu deildinni á tímabilinu. Andri Rafn Yeoman, hægri bakvörður 7Herra Breiðablik spilaði vel í hægri bakverðinum. Hann er annar af tveimur leikmönnum Blikaliðsins sem hefur verið í liðinu öll þrjú tímabilin sem félagið hefur orðið meistari, skilar alltaf sínu og gerði það í kvöld. Damir fagnar með stuðningsmönnum Blika.Vísir/Anton Brink Damir Muminovic, miðvörður 8Gerði stórvel í öðru marki Blika. Hélt boltanum úti í horni, lék á varnarmann og gaf frábæra fyrirgjöf sem endaði með marki eftir klafs í teignum. Með allt á hreinu á hinum enda vallarins. Viktor Örn Margeirsson, miðvörður 8Markið hreint og Víkingar fengu afar fá færi. Frábær frammistaða. Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður 6Fór af velli vegna meiðsla á 21. mínútu eftir að hafa lent í hörðum árekstri við Erling Agnarsson. Afar svekkjandi fyrir þennan reynslumikla leikmann sem virtist bæði vankaður og þjáður eftir áreksturinn. Arnór Gauti Jónsson, miðjumaður 8Stýrði miðjunni og vann frábæra varnarvinnu allan leikinn. Átti samt nóg eftir á tanknum og vildi ekki skiptingu í uppbótartíma. Fékk gult spjald fyrir að vera of lengi að fara af velli. Alvöru stælar en var sannarlega búinn að vinna fyrir þeim. Arnór Gauti spilaði vel í kvöld.Vísir/Anton Brink Viktor Karl Einarsson, miðjumaður 7Var afar duglegur og mikilvægur hlekkur í frábærlega vel heppnaðri pressu Blika í leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson, miðjumaður 8Mikilvægi fyrirliðans í þessu Blikaliði verður seint ofmetið. Spilaði fantavel í dag, stýrði liðinu eins og herforingi og steig ekki feilspor. Leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Aron Bjarnason, hægri vængmaður 8Var afar öflugur í pressunni og kláraði færið sitt frábærlega þegar hann skoraði markið sem innsiglaði sigurinn. Mjög góð frammistaða. Blikar fagna í leikslok.Vísir/Anton Brink Davíð Ingvarsson, vinstri vængmaður 7Byrjaði á kantinum en var færður í bakvörðinn þegar Kristinn fór af velli meiddur. Spilaði vel, engin mistök og fín frammistaða heilt yfir. Ísak Snær Þorvaldsson, sóknarmaður 9Maður leiksins. Var með varnarmenn Víkinga í vasanum og skoraði tvö mörk í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hvað viljið þið meira? Varamenn Kristinn Steindórsson (kom inná fyrir Kristin Jónsson á 21. mínútu) 8Kom inn af bekknum snemma leiks sem er alltaf ákveðin áskorun. Spilaði af öryggi og nýtti reynslu sína þegar á þurfti að halda. Lagði upp þriðja markið fyrir Aron og var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðabliki. Kristófer Ingi Kristinsson (kom inn fyrir Ísak Snæ á 78. mínútu)Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn en átti að fá víti á lokasekúndunum þegar Ingvar markvörður Víkinga straujaði hann niður í teignum. Oliver Sigurjónsson (kom inn fyrir Arnór Gauta í uppbótartíma)Spilaði of lítið til að fá einkunn Benjamin Stokke (kom inn fyrir Viktor Karl í uppbótartíma)Spilaði of lítið til að fá einkunn
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira