„Held ég verði bara feginn að þurfa ekki að mæta á æfingar“ Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2024 19:44 Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Brink Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, þegar liðið hafði betur gegn FH í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kveðjustundin var tilfinningarík en þessi goðsögn í Garðabænum var kvaddur á fallegan hátt. „Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira