„Held ég verði bara feginn að þurfa ekki að mæta á æfingar“ Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2024 19:44 Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Brink Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, þegar liðið hafði betur gegn FH í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kveðjustundin var tilfinningarík en þessi goðsögn í Garðabænum var kvaddur á fallegan hátt. „Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
„Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti