„Raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 09:01 Höskuldur Gunnlaugsson gæti lyft Íslandsmeistaraskildinum eftir leikinn í Vikinni á morgun. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, grínaðist með það að allir væru búnir að bíða eftir úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í þrjú ár. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni á morgun eftir að hafa barist um titilinn undanfarin sumur. Blikar reyna að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu sumarið 2022 en Víkingar eiga titil að verja síðan í fyrra. „Biðin og eftirvæntingin er búin að vera óþolandi eftir þennan Stjörnuleik. Núna eru bara tveir dagar í leik og þetta er að skella á. Þetta bara fyrst og fremst tilhlökkun,“ sagði Höskuldur í viðtali við Val Pál Eiríksson. Höskuldur skoraði sigurmarkið á móti Stjörnunni í síðasta leik og sá til þess að Blikar náðu Víkingum að stigum. Þeir þurfa samt að vinna leikinn á morgun þar sem að Víkingar eru með betri markatölu. Hvernig er vikan búin að vera? „Það raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma. Að fá að taka þátt sem leikmaður í svona leik eins og þessi verður. Svo reyndi maður að dreifa huganum í vinnu og fylgjast með pólitík. Nú fer maður að stilla sig inn á leikinn á sunnudaginn,“ sagði Höskuldur. „Ef ég pæli bara í okkur í Blikaliðinu þá má segja að við höfum ekki litið til baka síðan í júní hvað varðar heilsteyptar frammistöðu, frábær úrslit, stigasöfnun og fleira. Við vissum að þetta væri í okkar höndum að fara alla leið,“ sagði Höskuldur „Við vorum alltaf í skrýtnu tempói að leika alltaf á eftir þeim og eiga jafnvel nokkra leiki inni. Maður var ekki að pæla allt of mikið í töflunni, sem var svolítið skökk og mikið af ef-um,“ sagði Höskuldur. „Það er alveg þó nokkuð síðan að fólk fór að spá fyrir um og manifesta þennan úrslitaleik. Við erum ekkert undanskildir þar sem leikmenn,“ sagði Höskuldur. Það má sjá allt viðtalið við Höskuld hér fyrir neðan. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni á morgun eftir að hafa barist um titilinn undanfarin sumur. Blikar reyna að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu sumarið 2022 en Víkingar eiga titil að verja síðan í fyrra. „Biðin og eftirvæntingin er búin að vera óþolandi eftir þennan Stjörnuleik. Núna eru bara tveir dagar í leik og þetta er að skella á. Þetta bara fyrst og fremst tilhlökkun,“ sagði Höskuldur í viðtali við Val Pál Eiríksson. Höskuldur skoraði sigurmarkið á móti Stjörnunni í síðasta leik og sá til þess að Blikar náðu Víkingum að stigum. Þeir þurfa samt að vinna leikinn á morgun þar sem að Víkingar eru með betri markatölu. Hvernig er vikan búin að vera? „Það raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma. Að fá að taka þátt sem leikmaður í svona leik eins og þessi verður. Svo reyndi maður að dreifa huganum í vinnu og fylgjast með pólitík. Nú fer maður að stilla sig inn á leikinn á sunnudaginn,“ sagði Höskuldur. „Ef ég pæli bara í okkur í Blikaliðinu þá má segja að við höfum ekki litið til baka síðan í júní hvað varðar heilsteyptar frammistöðu, frábær úrslit, stigasöfnun og fleira. Við vissum að þetta væri í okkar höndum að fara alla leið,“ sagði Höskuldur „Við vorum alltaf í skrýtnu tempói að leika alltaf á eftir þeim og eiga jafnvel nokkra leiki inni. Maður var ekki að pæla allt of mikið í töflunni, sem var svolítið skökk og mikið af ef-um,“ sagði Höskuldur. „Það er alveg þó nokkuð síðan að fólk fór að spá fyrir um og manifesta þennan úrslitaleik. Við erum ekkert undanskildir þar sem leikmenn,“ sagði Höskuldur. Það má sjá allt viðtalið við Höskuld hér fyrir neðan.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira