„Raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 09:01 Höskuldur Gunnlaugsson gæti lyft Íslandsmeistaraskildinum eftir leikinn í Vikinni á morgun. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, grínaðist með það að allir væru búnir að bíða eftir úrslitaleik Breiðabliks og Víkings í þrjú ár. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni á morgun eftir að hafa barist um titilinn undanfarin sumur. Blikar reyna að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu sumarið 2022 en Víkingar eiga titil að verja síðan í fyrra. „Biðin og eftirvæntingin er búin að vera óþolandi eftir þennan Stjörnuleik. Núna eru bara tveir dagar í leik og þetta er að skella á. Þetta bara fyrst og fremst tilhlökkun,“ sagði Höskuldur í viðtali við Val Pál Eiríksson. Höskuldur skoraði sigurmarkið á móti Stjörnunni í síðasta leik og sá til þess að Blikar náðu Víkingum að stigum. Þeir þurfa samt að vinna leikinn á morgun þar sem að Víkingar eru með betri markatölu. Hvernig er vikan búin að vera? „Það raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma. Að fá að taka þátt sem leikmaður í svona leik eins og þessi verður. Svo reyndi maður að dreifa huganum í vinnu og fylgjast með pólitík. Nú fer maður að stilla sig inn á leikinn á sunnudaginn,“ sagði Höskuldur. „Ef ég pæli bara í okkur í Blikaliðinu þá má segja að við höfum ekki litið til baka síðan í júní hvað varðar heilsteyptar frammistöðu, frábær úrslit, stigasöfnun og fleira. Við vissum að þetta væri í okkar höndum að fara alla leið,“ sagði Höskuldur „Við vorum alltaf í skrýtnu tempói að leika alltaf á eftir þeim og eiga jafnvel nokkra leiki inni. Maður var ekki að pæla allt of mikið í töflunni, sem var svolítið skökk og mikið af ef-um,“ sagði Höskuldur. „Það er alveg þó nokkuð síðan að fólk fór að spá fyrir um og manifesta þennan úrslitaleik. Við erum ekkert undanskildir þar sem leikmenn,“ sagði Höskuldur. Það má sjá allt viðtalið við Höskuld hér fyrir neðan. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni á morgun eftir að hafa barist um titilinn undanfarin sumur. Blikar reyna að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu sumarið 2022 en Víkingar eiga titil að verja síðan í fyrra. „Biðin og eftirvæntingin er búin að vera óþolandi eftir þennan Stjörnuleik. Núna eru bara tveir dagar í leik og þetta er að skella á. Þetta bara fyrst og fremst tilhlökkun,“ sagði Höskuldur í viðtali við Val Pál Eiríksson. Höskuldur skoraði sigurmarkið á móti Stjörnunni í síðasta leik og sá til þess að Blikar náðu Víkingum að stigum. Þeir þurfa samt að vinna leikinn á morgun þar sem að Víkingar eru með betri markatölu. Hvernig er vikan búin að vera? „Það raungerðist það sem maður var búinn að óska sér í langan tíma. Að fá að taka þátt sem leikmaður í svona leik eins og þessi verður. Svo reyndi maður að dreifa huganum í vinnu og fylgjast með pólitík. Nú fer maður að stilla sig inn á leikinn á sunnudaginn,“ sagði Höskuldur. „Ef ég pæli bara í okkur í Blikaliðinu þá má segja að við höfum ekki litið til baka síðan í júní hvað varðar heilsteyptar frammistöðu, frábær úrslit, stigasöfnun og fleira. Við vissum að þetta væri í okkar höndum að fara alla leið,“ sagði Höskuldur „Við vorum alltaf í skrýtnu tempói að leika alltaf á eftir þeim og eiga jafnvel nokkra leiki inni. Maður var ekki að pæla allt of mikið í töflunni, sem var svolítið skökk og mikið af ef-um,“ sagði Höskuldur. „Það er alveg þó nokkuð síðan að fólk fór að spá fyrir um og manifesta þennan úrslitaleik. Við erum ekkert undanskildir þar sem leikmenn,“ sagði Höskuldur. Það má sjá allt viðtalið við Höskuld hér fyrir neðan.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira