Ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geti reynst flokknum erfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 22:53 Karen Kjartansdóttir, almannatengill rýndi í baráttuna. vísir/vilhelm Almannatengill segir ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geta reynst flokknum erfið enda er hann bundinn af reglum um fléttu- eða paralista. Það geti verið snjallt þegar formenn flokka tjá sig lítið um eigin skoðanir í dægurmálum. Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira