Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlýlega til okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:03 Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Bylgjan „Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu. Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb. Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb.
Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann