Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlýlega til okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:03 Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Bylgjan „Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu. Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb. Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb.
Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira