Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlýlega til okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:03 Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Bylgjan „Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu. Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb. Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb.
Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira