Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2024 08:55 Birkir Már Sævarsson skilur sáttur við ferilinn á morgun. Hann flýgur beint til fjölskyldunnar í Svíþjóð eftir helgi. Vísir/Einar Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira