Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 19:31 Dómsmálaráðherra skipaði Odd Þorra og Hákon dómara. Stjórnarráðið Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023. Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Þeir munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hákon lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2008. Þá lauk hann viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla 2023. Hákon öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2009 og löggildingu til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015. Að námi loknu starfaði Hákon við lögfræðiráðgjöf hjá fjármálafyrirtæki og sem lögmaður á lögmannsstofu. Árið 2010 hóf Hákon störf sem aðstoðarmaður dómara við Héraðdóm Reykjaness þar sem hann starfaði til 2018. Árin 2018-2021 starfaði Hákon sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt og var settur skrifstofustjóri við réttinn í ársbyrjun 2021. Þá hefur Hákon tvívegis verið settur héraðsdómari um nokkurra mánaða skeið, fyrst við Héraðsdóm Reykjaness árið 2014 og síðar sem settur dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða sumarið 2021. Frá hausti 2021 hefur hann starfað sem lögfræðingur á skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Af öðrum störfum má nefna að Hákon hefur verið prófdómari og sinnt stundakennslu í lögfræði á háskólastigi og starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Oddur Þorri lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í lögfræði frá sömu deild árið 2014. Þá lauk hann viðbótardiplómu í gagnrýnni hugsun og siðfræði við Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri siðfræði við sama skóla. Að námi loknu starfaði Oddur Þorri um tíma sem fulltrúi á lögmannsstofu en hóf 2015 störf sem lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu þar sem hann starfaði allt til ársloka 2021. Árin 2015-2018 starfaði hann að auki sem ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál og 2019 var honum falið af forsætisráðherra hlutverk ráðgjafa um upplýsingarétt almennings meðfram öðrum störfum í ráðuneytinu. Frá desember 2021 hefur Oddur Þorri starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis. Af öðrum störfum má nefna að hann hefur sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi allt frá árinu 2014 auk þess sem hann hefur sinnt fræðaskrifum á sviði lögfræði. Þá var hann skipaður matsmaður í fimmtu úttektarumferð samtaka ríkja gegn spillingu í aðildarríkjum Evrópuráðsins (GRECO) árið 2017 og hefur átt sæti stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá vori 2023.
Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira