Frægðarvæðing og innihald í stjórnmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 24. október 2024 17:31 Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur sagði skilið við stjórnmálin, þ.e.a.s. þingmennsku fyrir rétt rúmum þremur árum síðan. Það gerði ég sáttur eftir langan feril og hugsa almennt með hlýhug og þakklæti til þess góða fólks sem ég átti þar samleið með. Eftir sem áður er manni ekki sama og hefur stundum áhyggjur af því á hvaða vegferð við erum sem lýðræðissamfélag, sem samheldið samfélag. Samfélag þar sem það er metið að verðleikum að fjölbreytt flóra einstaklinga bjóði fram krafta sína til þeirrar samfélagsþjónustu sem það auðvitað er að taka að sér hlutverk kjörins þjóns í okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulagi. Oft er umræðan um stjórnmál, stjórnmálamenn, Alþingi og sveitarstjórnir rekin á neikvæðum niðurrifs forsendum. Eins og það eina sem þetta fólk eigi í lok dags skilið séu skítur og skammir. Lítið fer fyrir þakklæti, umburðarlyndið er takmarkað ef einhverjum verða á mistök og herská umræða á rangnefndum samfélagsmiðlum (sem eru rafræn heimsfyrirtæki græðgiskapítalista) í bland við hóphegðunar-álitsgjafa tekur iðulega fólk af lífi pólitískt ef svo ber undir án dóms og laga. Hvar standa hin lýðræðislegu, rökræðubundnu stjórnmál í dag, svo stórt sé spurt? Eins mikið og ég gleðst yfir því að neikvæð umræða um stjórnmál virðist ekki valda neinni þurrð á fólki sem flykkist í framboð til Alþingis þessa dagana, hringja samt viðvörunarbjöllur. Er þá lausnin sú að sækja „þekkt andlit“, og víkja til hliðar þeim sem hafa unnið að sínum hugsjónamálum með þeirri hreyfingu, flokki eða samtökum sem þeirra lífsskoðanir hafa best samræmst. Þeim sem hafa verið fótgönguliðar, staðið í bakstrinum, verið í málefnanefndunum. Er lausnin að frægðar væða stjórnmálin, poppa þau upp með þekktum nöfnum og andlitum óháð því hvort við komandi hefur komið nálægt pólitískri vinnu. Svarið kann að vera já hvað fylgisávinning snertir. Svarið kann einnig að vera já þegar gott og vel gert fólk færir sig um set ef það nær góðum tökum á starfi á nýjum vettvangi, sem er ekki sjálfgefið. Svarið kann þar í viðbót að vera já, ef verðmæt þekking færist yfir á hið pólitíska svið. En þar með eru nú já svörin sennilega að mestu upp talin. Snúum þessu aðeins við og spyrjum okkur. Til hvers ætti fólk, einkum ungt fólk með heilbrigðan metnað að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar í takt við sínar lífsskoðanir og hugsjónir ef vænlegasta leiðin á toppinn er að verða fyrst frægur fyrir eitthvað allt annað. Ef vænlegast er að koma ekki nálægt stjórnmálum fyrr en þú ert nógu þekktur til að fara beint á toppinn? Hvað verður um uppsafnaða reynslu, yfirfærslu og stofnanamynni í stjórnmálum? Eins bráðnauðsynleg og heilbrigð endurnýjun er, nýtt fólk í bland, ekki síst ungt fólk sem svo öðlast sína reynslu með leiðsögn reyndara fólks sér við hlið, eru öfgar í þá átt að skipta sem flestum, helst öllum út mikið umhugsunarefni. Og það tengist þeim hugleiðingum að lokum, að stjórnmál snúast um málefni og síðan um fólk, ekki öfugt. Þetta er ekki eða á að minnsta kosti ekki að vera í heilbrigðu, málefnabundnu lýðræðisfyrirkomulagi frægðarsamkeppni, fegurðarsamkeppni. Getur hugsast að þróunin undanfarna daga sé birtingarmynd meiri lausungar, tækifærismennsku og af tengingar raunverulegs innhalds í stjórnmálum? Hvað sem því öllu líður verður undirritaður á sínum stað. Ég mun kjósa þann flokk sem heldur sterkast fram sjónarmiðum umhverfisverndar, kvenfrelsis, friðarhyggju og ekki síst róttækrar félagshyggju, vinstristefnu, sósíalisma. Ég mun kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð óháð því hvar frægðarfólk trónir á toppi. Höfundur er fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun