Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2024 20:01 Birta Sif, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir gjaldtökuna skiljanlega en hefði viljað fara aðra leið. bjarni einarsson Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“ Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“
Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent