Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2024 20:01 Birta Sif, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir gjaldtökuna skiljanlega en hefði viljað fara aðra leið. bjarni einarsson Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“ Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“
Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36