Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2024 19:31 Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur verið í rekstri ríkisins eða félaga í eigu þess allt frá upphafi. Stöð 2/Sigurjón Fjögur erlend fyrirtæki keppast um að fá rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í sínar hendur og er reiknað með niðurstöðu í útboði fyrir áramót. Núverandi innviðaráðherra styður útboðið en fyrrverandi innviðaráðherra var alfarið á móti þessum áætlunum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er útboðsferli Ísavia ohf. vegna reksturs Fríhafnarinnar á Keflavíkurfluvelli á lokametrunum og miðað við að niðurstaða fáist fyrir áramót. Fjögur erlend fyrirtæki eru um hituna og ef tilboð einhvers þeirra stenst allar væntingar stjórnar Ísavia mun það fyrirtæki taka yfir rekstur Fríhafnarinnar. Ísavia ohf. er alfarið í eigu ríkisins og dótturfélagið Fríhöfnin ehf. á Keflavíkurflugvelli hefur verið rekin af ríkinu frá upphafi. Sex dögum áður en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra sleit stjórnarsamstarfinu á fréttamannafundi sunnudaginn 13. október, sagði Svandís Svavarsdóttir þáverandi innviðaráðherra að málið hefði ekkert verið rætt í ríkisstjórn. Svandís Svavarsdóttir lýsti andstöðu sinni við útboð á Fríhöfninni skömmu áður en hún lét af embætti innviðaráðherra.Vísir/Einar „Þetta er náttúrlega stórpólitískt mál sem eðli máls samkvæmt þarf að ræða á pólitískum vettvangi. Þannig að ég hyggst taka það upp við félaga mína í ríkisstjórn. Því það þarf að vera pólitískt umboð til að taka pólitískar ákvarðanir,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október. Hún væri alfarið á móti því að bjóða reksturinn út. Milljónir farþega fara um verslanir Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli á hverju ári.Vísir/Vilhelm Væntanlega hefur ekki orðið mikið úr viðræðum Svandísar við ríkisstjórnarborðið áður en Vinstri græn yfirgáfu ríkisstjórnina. Fjármálaráðherra fer með hlutabréf ríkisins í Ísavia en starfsemi félagsins heyrir hins vegar undir innviðaráðherra. Frá stjórnarslitum gegnir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins báðum embættunum og því hægt um heimatökin. Hann segir stjórn Ísavia fara með yfirumsjón málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mikilvægt að tryggja hagsmuni íslenskra vörutegunda við útboð á Fríhöfninni.Stöð 2/Bjarni „Þetta mál hefur verið eins og ég þekki það undirbúið nokkuð vel. Ég treysti því að þar sé verið að taka skynsamlegar ákvarðanir. Mín sjónarmið hafa til að mynda verið þau að mikilvægt sé að íslenskir hagsmunir séu þar tryggðir. Við séum ekki bara að sjá enn eina alþjóðlegu flughöfnina. Það sé augljóst þegar þú lendir í Keflavík að þú sért að lenda á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi hinn 8. október. Sama dag ítrekaði forsætisráðherra að málið væri alfarið í höndum stjórnar Ísavia ohf. Stjórn félagsins væri að kanna hvort borgaði sig betur að halda rekstrinum áfram eða fá samstarfsaðila til liðs við sig sem greiddi þá fyrir það til ríkisins í gegnum Ísavia. Bjarni Benediktsson segir málið snúast um hvað borgi sig betur fyrir ríkissjóð.Vísir/Vilhelm „Fyrir réttinn til að fá að reka þessa verslun. Til að selja þessar karmellur, ilmvörn og annan varning sem þarna er seldur. Og ef stjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að það sé miklu meira upp úr því að hafa fyrir hagsmuni ríkisins að láta menn keppa um að fá að borga fyrir þennan rétt, þá líst mér vel á það,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. 28. desember 2023 10:54 Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22. maí 2024 19:14 Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. 18. mars 2024 11:10 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er útboðsferli Ísavia ohf. vegna reksturs Fríhafnarinnar á Keflavíkurfluvelli á lokametrunum og miðað við að niðurstaða fáist fyrir áramót. Fjögur erlend fyrirtæki eru um hituna og ef tilboð einhvers þeirra stenst allar væntingar stjórnar Ísavia mun það fyrirtæki taka yfir rekstur Fríhafnarinnar. Ísavia ohf. er alfarið í eigu ríkisins og dótturfélagið Fríhöfnin ehf. á Keflavíkurflugvelli hefur verið rekin af ríkinu frá upphafi. Sex dögum áður en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra sleit stjórnarsamstarfinu á fréttamannafundi sunnudaginn 13. október, sagði Svandís Svavarsdóttir þáverandi innviðaráðherra að málið hefði ekkert verið rætt í ríkisstjórn. Svandís Svavarsdóttir lýsti andstöðu sinni við útboð á Fríhöfninni skömmu áður en hún lét af embætti innviðaráðherra.Vísir/Einar „Þetta er náttúrlega stórpólitískt mál sem eðli máls samkvæmt þarf að ræða á pólitískum vettvangi. Þannig að ég hyggst taka það upp við félaga mína í ríkisstjórn. Því það þarf að vera pólitískt umboð til að taka pólitískar ákvarðanir,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október. Hún væri alfarið á móti því að bjóða reksturinn út. Milljónir farþega fara um verslanir Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli á hverju ári.Vísir/Vilhelm Væntanlega hefur ekki orðið mikið úr viðræðum Svandísar við ríkisstjórnarborðið áður en Vinstri græn yfirgáfu ríkisstjórnina. Fjármálaráðherra fer með hlutabréf ríkisins í Ísavia en starfsemi félagsins heyrir hins vegar undir innviðaráðherra. Frá stjórnarslitum gegnir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins báðum embættunum og því hægt um heimatökin. Hann segir stjórn Ísavia fara með yfirumsjón málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mikilvægt að tryggja hagsmuni íslenskra vörutegunda við útboð á Fríhöfninni.Stöð 2/Bjarni „Þetta mál hefur verið eins og ég þekki það undirbúið nokkuð vel. Ég treysti því að þar sé verið að taka skynsamlegar ákvarðanir. Mín sjónarmið hafa til að mynda verið þau að mikilvægt sé að íslenskir hagsmunir séu þar tryggðir. Við séum ekki bara að sjá enn eina alþjóðlegu flughöfnina. Það sé augljóst þegar þú lendir í Keflavík að þú sért að lenda á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi hinn 8. október. Sama dag ítrekaði forsætisráðherra að málið væri alfarið í höndum stjórnar Ísavia ohf. Stjórn félagsins væri að kanna hvort borgaði sig betur að halda rekstrinum áfram eða fá samstarfsaðila til liðs við sig sem greiddi þá fyrir það til ríkisins í gegnum Ísavia. Bjarni Benediktsson segir málið snúast um hvað borgi sig betur fyrir ríkissjóð.Vísir/Vilhelm „Fyrir réttinn til að fá að reka þessa verslun. Til að selja þessar karmellur, ilmvörn og annan varning sem þarna er seldur. Og ef stjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að það sé miklu meira upp úr því að hafa fyrir hagsmuni ríkisins að láta menn keppa um að fá að borga fyrir þennan rétt, þá líst mér vel á það,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum ríkisstjórnarfundi hinn 8. október.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. 28. desember 2023 10:54 Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22. maí 2024 19:14 Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. 18. mars 2024 11:10 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. 28. desember 2023 10:54
Umtalsverðar breytingar á skipulagi Keflavíkurflugvallar Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“. 22. maí 2024 19:14
Tæplega þriggja milljarða króna viðsnúningur Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings. 18. mars 2024 11:10