Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 11:49 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira