Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2024 18:26 Snorri Másson fjölmiðlamaður er í framboði fyrir Miðflokkinn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir Sósíalistaflokkinn. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði