Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 15:16 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í færslu á Facebook segir Andrés Ingi að kjörstjórn hafi boðið honum annað sæti í öðru hvoru kjördæminu en með því hefðu þeir Björn Leví Gunnarsson verið tveir karlmenn á fimmtugsaldri í efstu tveimur sætunum. „Sem mér finnst ekki hægt að bjóða kjósendum upp á,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi því ákveðið að biðja kjörstjórn að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þar verð ég á eftir Lenyu og Halldóru, öflugum stjórnmálakonum sem ég hlakka til að vinna með í skemmtilegri kosningabaráttu framundan. Prófkjörið skilaði ótrúlega flottum listum hjá Pírötum um allt land. Nú þarf bara að minna kjósendur á hversu mikilvægt er að hafa sterkan hóp Pírata inni á þingi eftir kosningar – og helst í ríkisstjórn.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hafnaði í fimmta sætinu í prófkjörinu og færist með þessu upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki hefur náðst í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar. Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir „Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 22. október 2024 17:15 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Andrés Ingi að kjörstjórn hafi boðið honum annað sæti í öðru hvoru kjördæminu en með því hefðu þeir Björn Leví Gunnarsson verið tveir karlmenn á fimmtugsaldri í efstu tveimur sætunum. „Sem mér finnst ekki hægt að bjóða kjósendum upp á,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi því ákveðið að biðja kjörstjórn að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þar verð ég á eftir Lenyu og Halldóru, öflugum stjórnmálakonum sem ég hlakka til að vinna með í skemmtilegri kosningabaráttu framundan. Prófkjörið skilaði ótrúlega flottum listum hjá Pírötum um allt land. Nú þarf bara að minna kjósendur á hversu mikilvægt er að hafa sterkan hóp Pírata inni á þingi eftir kosningar – og helst í ríkisstjórn.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hafnaði í fimmta sætinu í prófkjörinu og færist með þessu upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki hefur náðst í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir „Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 22. október 2024 17:15 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 22. október 2024 17:15