Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 10:26 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02