Lítil slaufa með mikla þýðingu Halla Þorvaldsdóttir skrifar 23. október 2024 10:02 Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar