„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2024 21:15 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þurfti að leggjast yfir leikskipulagið í vikunni eftir að Aron Pálmarsson fór. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. „Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum. FH Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
FH Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti