Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2024 16:28 Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu verðlaununum viðtöku úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu viðtöku í lok Nýsköpunarþings í Grósku í dag. „Verðlaunin eru kærkomin viðurkenning á framlagi allra þeirra sem hafa komið að þróun Carbfix tækninnar gegnum tíðina. Tækifærin til nýsköpunar í loftslagslausnum eru mikil og við höldum áfram að gera okkar tækni skilvirkari og hagkvæmari, til að mynda með því að skipta út ferskvatni fyrir sjó,“ sagði Kári. Vinna gegn loftslagsbreytingum Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis. Í yfir áratug hefur verið dælt niður koldíoxíði með tækninni sem hefur fjarlægt næstum 100.000 tonn af koldíoxíði. Í dag starfa ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum hjá fyrirtækinu og með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum. Carbfix varð til innan Orkuveitu Reykjavíkur og er afrakstur samstarfs við vísindamenn við Háskóla Íslands, CNRS Touluse í Frakklandi og Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður sem sýndu að hægt væri að hraða náttúrulegu ferli með steinrenningu koldíoxíðs í hentugu bergi voru birtar í Science, einu virtasta vísindatímariti heims, árið 2016. Síðan hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins og um það hafa verið birtar yfir hundrað ritrýndar vísindagreinar. Carbfix hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki frá árinu 2020. Árið 2022 hlaut það stærsta Evrópustyrk sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið, úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB. Tæknin og árangur hennar til kolefnisbindingar hefur verið tekin út og vottuð af óháðum vottunaraðilum. Þá hefur Carbfix prýtt forsíðu National Geographic og fjallað hefur verið um fyrirtækið í 60 Minutes, Netflix og fleiri áhrifamiklum fjölmiðlum. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um er að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Nýsköpun Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu viðtöku í lok Nýsköpunarþings í Grósku í dag. „Verðlaunin eru kærkomin viðurkenning á framlagi allra þeirra sem hafa komið að þróun Carbfix tækninnar gegnum tíðina. Tækifærin til nýsköpunar í loftslagslausnum eru mikil og við höldum áfram að gera okkar tækni skilvirkari og hagkvæmari, til að mynda með því að skipta út ferskvatni fyrir sjó,“ sagði Kári. Vinna gegn loftslagsbreytingum Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis. Í yfir áratug hefur verið dælt niður koldíoxíði með tækninni sem hefur fjarlægt næstum 100.000 tonn af koldíoxíði. Í dag starfa ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum hjá fyrirtækinu og með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum. Carbfix varð til innan Orkuveitu Reykjavíkur og er afrakstur samstarfs við vísindamenn við Háskóla Íslands, CNRS Touluse í Frakklandi og Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður sem sýndu að hægt væri að hraða náttúrulegu ferli með steinrenningu koldíoxíðs í hentugu bergi voru birtar í Science, einu virtasta vísindatímariti heims, árið 2016. Síðan hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins og um það hafa verið birtar yfir hundrað ritrýndar vísindagreinar. Carbfix hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki frá árinu 2020. Árið 2022 hlaut það stærsta Evrópustyrk sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið, úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB. Tæknin og árangur hennar til kolefnisbindingar hefur verið tekin út og vottuð af óháðum vottunaraðilum. Þá hefur Carbfix prýtt forsíðu National Geographic og fjallað hefur verið um fyrirtækið í 60 Minutes, Netflix og fleiri áhrifamiklum fjölmiðlum. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um er að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.
Nýsköpun Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira