Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 10:33 Maia Sandu, forseti Moldóvu, þegar hún greiddi atkvæði á sunnudag. Hún hlaut 42 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna. Það hefði verið mikill ósigur fyrir hana ef ESB-aðild hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. AP/Vadim Ghirda Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar. Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar.
Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira