Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 22:46 William Saliba sá rautt gegn Bournemouth. Steven Paston/Getty Images Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira