Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 22:46 William Saliba sá rautt gegn Bournemouth. Steven Paston/Getty Images Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira