Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 07:01 Orri Sigurður Ómarsson var ekki sáttur með að derhúfan hafi verið tekin af bróður sínum. Vísir/Diego Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03
„Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39