„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 09:03 Snorri, Halla Hrund, Ragnar Þór, Víðir og Alma ætla fram og Grímur íhugar framboð. Þau hafa öll verið áberandi í fjölmiðulm undanfarin misseri og ár. Vísir Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu. Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu.
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira