Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 09:19 Jón Gunnarsson (t.v.) og Bjarni Benediktsson (t.h.) hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í átta ár. Nú verður Jón ekki lengur í framboði fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira