Eina mark kvöldsins skoraði argentínski framherjinn Lautaro Martínez á 60. mínútu. Martínez, sem var markakóngur deildarinnar í fyrra með 24 mörk, virðist vera að hrökkva í gang en þetta var þriðja mark hans í sjö leikjum.
Inter er eftir leikinn í 2. sæti Seríu A með 17 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Napólí og einu stigi á undan Juventus sem er í þriðja sæti.