Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2024 09:00 Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Sjá meira
Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun