Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 19:32 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Í tilkynningu frá Val segir Björn Steinar Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar, að það sé mikil gleðiefni að Fanney Inga sé nú á leið til toppliðs í Svíþjóð. Kaupverðið sé trúnaðarmál en ljóst sé að Valur sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa, eins og það er orðað í tilkynningu Valsara. „Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ segir Björn Steinar. Tinna Brá kemur í stað Fanneyjar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Val. Hún er fædd árið 2004 og hefur varið mark Fylkis síðustu ár en var áður hjá Gróttu. Hún hefur leikið 39 leiki í efstu deild og 52 leiki í næstefstu deild. „Það er geggjað að vera búin að semja við Val sem er auðvitað eins og allir vita í fremstu röð þegar kemur að kvenna íþróttum. Maður finnur það þegar maður kemur að Hlíðarenda hversu mikill metnaður er í öllu hérna. Valur er frábært félag og hér ætla ég að vera. Ég hlakka sérstaklega til þess að vinna með Gísla markmannsþjálfara aftur, en við þekkjumst vel frá því ég var í Gróttu,“ segir Tinna í tilkynningu frá Val. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Í tilkynningu frá Val segir Björn Steinar Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar, að það sé mikil gleðiefni að Fanney Inga sé nú á leið til toppliðs í Svíþjóð. Kaupverðið sé trúnaðarmál en ljóst sé að Valur sé að fá upphæð sem ekki hafi sést í íslenska kvennaboltanum til þessa, eins og það er orðað í tilkynningu Valsara. „Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ segir Björn Steinar. Tinna Brá kemur í stað Fanneyjar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Val. Hún er fædd árið 2004 og hefur varið mark Fylkis síðustu ár en var áður hjá Gróttu. Hún hefur leikið 39 leiki í efstu deild og 52 leiki í næstefstu deild. „Það er geggjað að vera búin að semja við Val sem er auðvitað eins og allir vita í fremstu röð þegar kemur að kvenna íþróttum. Maður finnur það þegar maður kemur að Hlíðarenda hversu mikill metnaður er í öllu hérna. Valur er frábært félag og hér ætla ég að vera. Ég hlakka sérstaklega til þess að vinna með Gísla markmannsþjálfara aftur, en við þekkjumst vel frá því ég var í Gróttu,“ segir Tinna í tilkynningu frá Val.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira