Fleiri þvottavélar en pólitíkusar á skjánum vikuna fyrir kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2024 21:20 Örn Úlfar Sævarsson er hugmyndasmiður hjá ENNEMM. Það er morgunljóst að fleiri þvottavélar á afslætti verða á skjám landsmanna vikuna fyrir kosningar en frambjóðendur. Þetta segir hugmyndasmiður á auglýsingastofu sem segir öll bestu auglýsingaplássin löngu uppbókuð. Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“ Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“
Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira