Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 19:16 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira