Ert þú ég eða verð ég þú Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar 18. október 2024 13:02 Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun