Vilja prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 07:31 Tveir stuðningsmenn kvennaliðs Arsenal. Nú á að prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í enska boltanum. Getty/ Tvö félög úr enska kvennafótboltanum fá að prófa það að leyfa fólki að drekka áfengi á sama tíma og það horfir á fótboltaleiki úr áhorfendastúkunni. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira