Vilja prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 07:31 Tveir stuðningsmenn kvennaliðs Arsenal. Nú á að prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í enska boltanum. Getty/ Tvö félög úr enska kvennafótboltanum fá að prófa það að leyfa fólki að drekka áfengi á sama tíma og það horfir á fótboltaleiki úr áhorfendastúkunni. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira