Semja við flugfélög í Færeyjum og á Grænlandi Árni Sæberg skrifar 17. október 2024 16:51 Frá vinstri: H.E. Kalistat Lund, ráðherra landbúnaðar-, orku- og umhverfismála á Grænlandi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Hanna í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi. Icelandair Icelandair skrifaði undir tvo samstarfssamninga um sammerkt flug á Hringborði Norðurslóða í dag, við Air Greenland og færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Með þessum samningum geta félögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiða í gegnum Ísland. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland. Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að gert sé ráð fyrir að tvíhliða samningar um sammerkt flug taki að fullu gildi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í tilfelli Atlantic Airways og Icelandair og um mitt næsta ár hjá Air Greenland og Icelandair. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyþjóðir á Norðurslóðum sem reiða sig á öflugar flugsamgöngur til þess að tengja við umheiminn og stuðla að hagsæld. Með formlegu samstarfi flugfélaganna og þeim slagkrafti sem því fylgir munum við styrkja samgöngur á vestnorræna svæðinu og á Norðurslóðum enn frekar sem er mikilvæg forsenda framtíðaruppbyggingar í þessum heimshluta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Koma Færeyjum og Grænlandi frekar á kortið Þá sé starfsfólk Icelandair ánægt með að tengja Grænland og Færeyjar inn í víðtækt sölu- og dreifikerfi félagsins í Norður-Ameríku, Evrópu og á fjarmörkuðum eins og Asíu. Þannig komi félagið þessum áfangastöðum enn betur á kortið enda séu mikil tækifæri í ferðaþjónustu á þessum svæðum. „Á undanförnum árum hefur Hringborð Norðurslóða fest sig í sessi sem einn mikilvægasti vettvangur umræðu um málefni Norðurslóða í heiminum og með árlegu þingi sínu hér á landi gert Ísland að miðstöð þessarar umræðu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa samninga hér á þessum vettvangi.“ Spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð „Við erum spennt fyrir auknu samstarfi við systurþjóð okkar í norðvestri. Samstarfið mun tengja okkur enn betur saman og styrkja sameiginlegar stoðir. Samkomulagið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir fyrirtækin viðskiptalega heldur einnig fyrir löndin okkar, þar sem það stuðlar að auknum tengslum og vaxtartækifærum,“ er haft eftir Jóhönnu á Bergi, forstjóra Atlantic Airways. Tengingar við umfangsmikið leiðakerfi Icelandair hafi marga kosti í för með sér og geri félögunum kleift að vinna saman að því að veita farþegum betri og sveigjanlegri þjónustu. Með því að tengja leiðakerfin auki félöginu við sýnileika þeirra og vinni saman að því að festa þjóðirnar í norðvestri í sessi sem spennandi áfangastaði. Tímamótasamningur „Þetta er tímamótasamningur og við erum hæstánægð með að efla tengingar á milli Norðurlanda og um Norðurslóðir. Með samstarfi við Icelandair og Atlantic Airways byggjum við brýr milli samfélaga okkar, opnum nýjar gáttir og gerum ferðamönnum enn auðveldara að kynnast ríkri menningu og stórfenglegri náttúru okkar norðlægu landa. Saman búum við til tengingar og styrkjum böndin á milli Norðurlanda og Norðurslóða, frá Færeyjum og Íslandi til Grænlands og áfram til Núnavút í Norður-Kanada. Samstarfið er spennandi varða á leið okkar að því að tengja norðrið betur en nokkru sinni fyrr,“ er haft eftir Jacob Nitter Sørensen, forstjóra Air Greenland.
Icelandair Færeyjar Grænland Fréttir af flugi Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira