Áskorun - Þingmenn, sýnið kjósendum stórhug 17. október 2024 15:16 Stjórnarskrárfélagið skorar á þingheim að sýna stórhug. Sýnið í verki að þið treystið þjóðinni ef þið viljið að þjóðin treysti ykkur. Komið henni ánægjulega á óvart. Tækifærið er núna, áður en kjörtímabilið er úti. Þingmenn úr öllum flokkum geta tekið höndum saman og losað um óafsakanlega kyrrstöðu í stjórnarskrármálinu fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Þingmenn geta kveikt von í brjóstum landsmanna um betri tíma og veitt gleðistraumum inn í kosningabaráttuna framundan. Takið höndum saman, þvert á flokka. Sýnið kjósendum stórhug í verki með því að gera afmarkaða breytingu á stjórnarskrá Íslands þannig að breytingarákvæði hennar verði lýðræðislegra. Tillaga að slíkri breytingu hefur þegar komið fram í þinginu fyrir tilstilli þingmanna Pírata og Samfylkingar og er svohljóðandi: „1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ Verði slík breyting samþykkt verður hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Um leið yrði undirstrikuð í stjórnarskrá sú grunnhugmynd vestræns lýðræðis, að allt vald stafi frá þjóðinni. Að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Í fyrsta lagi liggur meginþungi umræðu um allar stjórnarskrárbreytingar við lok hvers kjörtímabils eins og málum er nú háttað. Þá eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætt við að grundvallarbreytingar á stjórnarskránni hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er ekki tryggð nein bein aðkoma almennings með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskránni. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára að núverandi fyrirkomulag hefur leitt til þráteflis á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskránni frá því að mannréttindakafla var bætt við árið 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999.“ Þingmenn! Hér er þjóðþrifaverk að vinna. Grípið tækifærið! Fyrir hönd Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið skorar á þingheim að sýna stórhug. Sýnið í verki að þið treystið þjóðinni ef þið viljið að þjóðin treysti ykkur. Komið henni ánægjulega á óvart. Tækifærið er núna, áður en kjörtímabilið er úti. Þingmenn úr öllum flokkum geta tekið höndum saman og losað um óafsakanlega kyrrstöðu í stjórnarskrármálinu fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Þingmenn geta kveikt von í brjóstum landsmanna um betri tíma og veitt gleðistraumum inn í kosningabaráttuna framundan. Takið höndum saman, þvert á flokka. Sýnið kjósendum stórhug í verki með því að gera afmarkaða breytingu á stjórnarskrá Íslands þannig að breytingarákvæði hennar verði lýðræðislegra. Tillaga að slíkri breytingu hefur þegar komið fram í þinginu fyrir tilstilli þingmanna Pírata og Samfylkingar og er svohljóðandi: „1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.“ Verði slík breyting samþykkt verður hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Um leið yrði undirstrikuð í stjórnarskrá sú grunnhugmynd vestræns lýðræðis, að allt vald stafi frá þjóðinni. Að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Í fyrsta lagi liggur meginþungi umræðu um allar stjórnarskrárbreytingar við lok hvers kjörtímabils eins og málum er nú háttað. Þá eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætt við að grundvallarbreytingar á stjórnarskránni hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er ekki tryggð nein bein aðkoma almennings með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskránni. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára að núverandi fyrirkomulag hefur leitt til þráteflis á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskránni frá því að mannréttindakafla var bætt við árið 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999.“ Þingmenn! Hér er þjóðþrifaverk að vinna. Grípið tækifærið! Fyrir hönd Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun