Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 13:31 Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, er talinn hafa verið felldur í skotbardaga á Gasaströndinni í morgun. Getty/Yousef Masoud Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira