Andrea setur met á EM í dag: „Við stefnum á fyrsta sætið“ Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2024 07:02 Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum er að halda inn í sitt sjötta Evrópumót í röð í fullorðinsflokki og þar með setur hún mótsmet. Vísir/Einar Með því að hefja leika með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum á Evrópumótinu í Bakú í dag mun Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði liðsins setja mótsmet. Hún er bjartsýn á að Ísland geti unnið til gullverðlauna á mótinu. Evrópumótið í hópfimleikum fer fram í Bakú í Azerbaíjan þetta árið og þangað eru fimm landslið Íslands á vegum Fimleikasambands Íslands mætt. Þeirra á meðal er íslenska kvennalandsliðið en fyrirliði liðsins, Andrea Sif Pétursdóttir úr Stjörnunni, er að ná ansi merkum áfanga í dag klukkan átta þegar að liðið hefur keppni í undanúrslitum Evrópumótsins. Um er að ræða sjötta Evrópumót Andreu Sifjar í fullorðinsflokki í röð og með því að hefja keppni í dagsetur hún met í sögu mótsins með því að verða sú fimleikakona sem hefur oftast tekið þátt á EM og mun hún um leið jafna met fimleikakarlsins Anders Winter frá Danmörku sem er sá karlmaður sem hefur oftast keppt á EM. „Ég var búin að telja þetta saman og taldi mig vera fara á mitt áttunda Evrópumót en ég vissi ekki að ég væri fyrsta konan í fullorðins flokki til að fara á sex mót. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Andrea Sig í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 en kvennalandslið Ísland er samsett úr reynslumiklum fimleikakonum í bland við aðrar sem eru að taka sín fyrstu skref á Evrópumóti fullorðinna. „Við erum sjö úr Stjörnunni, þrjár úr Gerplu, ein úr Ármanni og ein frá Selfossi. Við höfum allar farið á stórmót áður nema ein og erum margar með mikla reynslu af því að fara á stórmót. Það er því mikil reynsla í þessu liði.“ Íslenska kvennalandsliðið er á meðal bestu kvennalandsliða Evrópu og stóð uppi sem Evrópumeistari árið 2021. Þá nældi liðið í silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti. Sex af tólf landsliðskonum Íslands voru í gullliðinu árið 2021. Andrea Sif er bjartsýn fyrir komandi mót en hvernig metur hún sigurlíkur liðsins? „Ég tel líkurnar miklar. Við stefnum á fyrsta sætið. Eins og við gerum alltaf. Við höfum verið að taka fyrsta eða annað sætið síðustu fjórtán ár. Liðið núna er virkilega sterkt. Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að við munum taka þetta. Þessi hópur byrjaði að æfa saman í mars og síðan í júlí höfum við verið að æfa saman fimm sinnum í viku. Æfum í hvert skipti þrjá tíma í senn. Svo höfðum við keyrslumót fyrir hálfum mánuði síðan. Þar fengum við áhorfendur í salinn. Við erum því aðeins búnar að fá að finna fyrir fiðringnum sem fylgir því að vera með áhorfendur í salnum á meðan að við erum að æfa okkur. Það er bara ekki það sama fyrir okkur að framkvæma þessar æfingar fyrir framan áhorfendur eða ekki. Með áhorfendur í salnum fær maður þessa auka orku og sér hvernig maður er í alvöru að fara standa sig. Bjartsýn? „Já ég myndi segja það. Þetta verður mikið ævintýri. Það hefur engin okkar farið til Bakú áður og ég veit ekki hvort að einhver okkar muni fara þangað aftur. Það er bara gaman að fá að sjá önnur lönd því oftast hafa þessi mót verið haldin á Norðurlöndunum.“ Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum.Vísir/Einar Norðurlanda- og Evrópumótin. Stórmótin sem íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tekin jafnan þátt á eru sett upp á svipaðan hátt. Á Evrópumótinu þarf Ísland hins vegar að taka þátt í undanúrslitum. „Það eru því tíu til tólf lið að mæta til leiks í hverjum flokki. Eftir undanúrslitin eru aðeins sex lið sem komast áfram í úrslitin í hverjum flokki. Við erum þar með að fá pínu æfingu í undanúrslitunum. Við reiknum oftast með því að komast áfram þó svo að við munum alltaf þurfa að komast í gegnum undanúrslitin líka. En með þessu fyrirkomulagi er þar af leiðandi minna stress í manni komandi inn í úrslitahlutann því maður hefur farið og reynt á sig í höllinni áður.“ Gróska í hópfimleikum en vantar fleiri stráka Í keppni A-liða í fullorðinsflokki á Evrópumótinu sendir Ísland tvö lið til leiks; Kvennalið og blandað lið en Ísland hefur ekki sent blandað lið til leiks á EM síðan árið 2018. Þá endaði liðið í 3.sæti og ríkir spenna fyrir gengi liðsins á komandi Evrópumóti. Þá verða þrjú landslið frá Íslandi í unglingaflokki og mikil gróska í starfinu að sögn Andreu. „Við erum með stúlkna-, drengja og blandað lið í unglingaflokki. Við gætum ekki sent fleiri lið til leiks í unglingaflokki og erum því með fullt hús þar. Í fullorðins flokki erum við með kvennalið og blandað lið. Við höfum áður farið með karlalið á Evrópumótið en höfum aldrei geta sent blandað- og karlalið á sama tíma til leiks því það vantar aðeins fleiri stráka inn í íþróttina. Við vonum að bót verði þar á og að einhvern tímann getum við mætt með sex lið til leiks.“ EM í hópfimleikum Stjarnan Ármann Fimleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Evrópumótið í hópfimleikum fer fram í Bakú í Azerbaíjan þetta árið og þangað eru fimm landslið Íslands á vegum Fimleikasambands Íslands mætt. Þeirra á meðal er íslenska kvennalandsliðið en fyrirliði liðsins, Andrea Sif Pétursdóttir úr Stjörnunni, er að ná ansi merkum áfanga í dag klukkan átta þegar að liðið hefur keppni í undanúrslitum Evrópumótsins. Um er að ræða sjötta Evrópumót Andreu Sifjar í fullorðinsflokki í röð og með því að hefja keppni í dagsetur hún met í sögu mótsins með því að verða sú fimleikakona sem hefur oftast tekið þátt á EM og mun hún um leið jafna met fimleikakarlsins Anders Winter frá Danmörku sem er sá karlmaður sem hefur oftast keppt á EM. „Ég var búin að telja þetta saman og taldi mig vera fara á mitt áttunda Evrópumót en ég vissi ekki að ég væri fyrsta konan í fullorðins flokki til að fara á sex mót. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Andrea Sig í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 en kvennalandslið Ísland er samsett úr reynslumiklum fimleikakonum í bland við aðrar sem eru að taka sín fyrstu skref á Evrópumóti fullorðinna. „Við erum sjö úr Stjörnunni, þrjár úr Gerplu, ein úr Ármanni og ein frá Selfossi. Við höfum allar farið á stórmót áður nema ein og erum margar með mikla reynslu af því að fara á stórmót. Það er því mikil reynsla í þessu liði.“ Íslenska kvennalandsliðið er á meðal bestu kvennalandsliða Evrópu og stóð uppi sem Evrópumeistari árið 2021. Þá nældi liðið í silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti. Sex af tólf landsliðskonum Íslands voru í gullliðinu árið 2021. Andrea Sif er bjartsýn fyrir komandi mót en hvernig metur hún sigurlíkur liðsins? „Ég tel líkurnar miklar. Við stefnum á fyrsta sætið. Eins og við gerum alltaf. Við höfum verið að taka fyrsta eða annað sætið síðustu fjórtán ár. Liðið núna er virkilega sterkt. Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að við munum taka þetta. Þessi hópur byrjaði að æfa saman í mars og síðan í júlí höfum við verið að æfa saman fimm sinnum í viku. Æfum í hvert skipti þrjá tíma í senn. Svo höfðum við keyrslumót fyrir hálfum mánuði síðan. Þar fengum við áhorfendur í salinn. Við erum því aðeins búnar að fá að finna fyrir fiðringnum sem fylgir því að vera með áhorfendur í salnum á meðan að við erum að æfa okkur. Það er bara ekki það sama fyrir okkur að framkvæma þessar æfingar fyrir framan áhorfendur eða ekki. Með áhorfendur í salnum fær maður þessa auka orku og sér hvernig maður er í alvöru að fara standa sig. Bjartsýn? „Já ég myndi segja það. Þetta verður mikið ævintýri. Það hefur engin okkar farið til Bakú áður og ég veit ekki hvort að einhver okkar muni fara þangað aftur. Það er bara gaman að fá að sjá önnur lönd því oftast hafa þessi mót verið haldin á Norðurlöndunum.“ Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum.Vísir/Einar Norðurlanda- og Evrópumótin. Stórmótin sem íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tekin jafnan þátt á eru sett upp á svipaðan hátt. Á Evrópumótinu þarf Ísland hins vegar að taka þátt í undanúrslitum. „Það eru því tíu til tólf lið að mæta til leiks í hverjum flokki. Eftir undanúrslitin eru aðeins sex lið sem komast áfram í úrslitin í hverjum flokki. Við erum þar með að fá pínu æfingu í undanúrslitunum. Við reiknum oftast með því að komast áfram þó svo að við munum alltaf þurfa að komast í gegnum undanúrslitin líka. En með þessu fyrirkomulagi er þar af leiðandi minna stress í manni komandi inn í úrslitahlutann því maður hefur farið og reynt á sig í höllinni áður.“ Gróska í hópfimleikum en vantar fleiri stráka Í keppni A-liða í fullorðinsflokki á Evrópumótinu sendir Ísland tvö lið til leiks; Kvennalið og blandað lið en Ísland hefur ekki sent blandað lið til leiks á EM síðan árið 2018. Þá endaði liðið í 3.sæti og ríkir spenna fyrir gengi liðsins á komandi Evrópumóti. Þá verða þrjú landslið frá Íslandi í unglingaflokki og mikil gróska í starfinu að sögn Andreu. „Við erum með stúlkna-, drengja og blandað lið í unglingaflokki. Við gætum ekki sent fleiri lið til leiks í unglingaflokki og erum því með fullt hús þar. Í fullorðins flokki erum við með kvennalið og blandað lið. Við höfum áður farið með karlalið á Evrópumótið en höfum aldrei geta sent blandað- og karlalið á sama tíma til leiks því það vantar aðeins fleiri stráka inn í íþróttina. Við vonum að bót verði þar á og að einhvern tímann getum við mætt með sex lið til leiks.“
EM í hópfimleikum Stjarnan Ármann Fimleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira