Óskar Bjarni: Bara fúll að hafa ekki unnið Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 21:12 Óskar Bjarni Óskarsson líflegur á hliðarlínunni í kvöld, í frábærri stemningu í Kaplakrika. vísir/Anton Valsmenn voru hársbreidd frá því að leggja portúgalska liðið Porto að velli í kvöld í Evrópudeildinni, en leiknum lauk með jafntefli 27-27 þar sem gestirnir jöfnuðu á lokaandartökum leiksins. Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, fannst sitt lið ekki ná að springa almennilega út í leiknum í dag og þá sérstaklega síðasta korterið í fyrri hálfleik. „Björgvin frábær og Svíinn frábær í upphafi leiks, dauðafæri á báða bóga. Hægur leikur eins og þeir vildu. Við erum að skipta tveimur milli varnar og sóknar og náum ekki að keyra upp hraðann allan leikinn fannst mér, þó að við skorum einhver hraðaupphlaup í seinni hálfleik. Við erum á nokkuð góðum stað eftir fyrstu 15 en svo er þetta of mikið af einföldum mistökum. Hlaupum illa til baka nokkrum sinnum og fáum einfaldar innleysingar á okkur í fyrri. Þetta er frábært lið, Porto, með frábæra leikmenn og reynda og góðan þjálfara.“ Sjö marka munur var á liðunum í hálfleik og skoruðu Valsmenn aðeins níu mörk í fyrri hálfleik. Staðan 9-16 fyrir Porto. Óskari Bjarna fannst sá munur heldur til of mikill en lið hans beit heldur betur í skjaldarrendur í síðari hálfleik. „Mér fannst það of mikið að vera sjö mörkum undir í hálfleik, alveg eins og í Vardar erum við sjálfum okkur verstir. En alltaf náum við að koma til baka finnst mér og gera eitthvað úr þessu. Ég meina fyrir fram hefði það bara verið gott að koma inn og gera þetta að leik aftur en núna ertu bara fúll að hafa ekki bara unnið. Bara stórkostlegur seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Bjarni. Urðum svolítið litlir í okkur en komum til baka Hvað var það sem gerðist hjá Valsliðinu í hálfleik sem kveikti þennan neista sem liðið þurfti til að koma sér aftur inn í leikinn? „Þú ert með fullt hús og það eru margir sem hafa gert þetta áður og sumir ekki. Við urðum smá litlir í okkur en við komum til baka, náðum að rífa höfuðið upp. Menn eru bara orðnir reyndir í því að það sé ekki alltaf allt að ganga upp og ná að vinna sig út úr því. Kúnstin okkar er samt kannski að missa liðin ekki svona mörgum mörkum fram úr,“ sagði Óskar Bjarni, og hélt áfram. „Björgvin hélt áfram að verja og vörnin hélt og menn fóru að hreyfa sig betur sóknarlega, það kom meira flot á okkur. Við vorum of fyrirsjáanlegir í fyrri hálfleik, en þegar flotið kom þá var þetta flott.“ Björgvin Páll Gústavsson var í ham í seinni hálfleik.vísir/Anton Óskari Bjarna fannst þó lið Porto missa móðinn í síðari hálfleik, en liðið missti tvo menn af velli með rautt spjald í leiknum. Það fyrra kom aðeins eftir 3 mínútur og það síðara þegar korter var eftir af leiknum. Einnig sagði Óskar Bjarni lið Porto vera að kljást við meiðsli. „Þeir missa menn út af og voru vængbrotnir. Það er vont fyrir þá því þeir eru í vandræðum hægra megin, voru bara með tvo örvhenta. Þeir byrjuðu með rétthentan í hægra horninu og okkur grunaði að hann Mamadou Soumaré yrði hægra megin, en vinstri hornamaðurinn þeirra er meiddur þannig að þeir settu hægri hornamann inn. Ég held að það hafi bara verið karakter og hlutirnir féllu aðeins með okkur og við náðum að laga margt hjá okkur.“ Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar.vísir/Anton Lið Porto kom til landsins síðastliðna nótt og telur Óskar Bjarni ferðalagið hafi setið í liðsmönnum Porto. „Ég held líka að þeir hafi verið pínu þreyttir. Ég held að flugið hafi setið í þeim, þetta var ekkert óskaferðalag fyrir þá þar sem kom upp eitthvert vandamál. Þetta var ekkert hroki eða neitt svoleiðis af þeirra hálfu, það er ekki auðvelt að ferðast þetta og ég held að það hafi hjálpað okkur í seinni.“ Leikurinn var leikinn í Kaplakrika þar sem aðeins einn keppnisdúkur er til á landinu sem þarf að leggja á keppnisgólfið í Evrópudeildinni. Því sameinuðu Valsmenn og FH-ingar krafta sína þar sem bæði lið áttu heimaleik í kvöld í keppninni. Óskar Bjarni er hrikalega stoltur af liðunum með þennan vel heppnaða viðburð. „Ótrúlega stoltur af FH og Val“ „Ég er ótrúlega stoltur af FH og Val. Afmæli FH og geggjað að vera á dúknum. Jón Halldórsson, formaður Vals, og Ásgeir Jóns, formaður FH, mér finnst þetta stórkostlegt framtak að bjóða íslenska handboltasamfélaginu upp á þetta. Þú ert með hálfan Mosfellsbæinn í Porto treyjum og trommur og allt, bara geggjað. Ef eitthvað er, þá þarna í lokin hefði ég viljað fá aðeins meiri stemningu. Það er mikið af fólki sem eru hlutlausir, en Valsararnir stóðu sig frábærlega. Ég er bara mjög stoltur af FH og Val og fólkinu sem kom að þessu. Ég er bara þakklátur en fúll að hafa bara ekki unnið.“ Að lokum var Óskar Bjarni spurður út í mann leiksins Björgvin Pál Gústavsson, sem varði 19 skot, skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Ekki stóð á svörum hjá Óskari Bjarna. „Það er ótrúlegt að hafa Björgvin sem bara lifir fyrir þessa stund. Um leið og það er fólk í húsinu og tónlistarmenn og eitthvað happening þá er hann bara góður. Ótrúlega reyndur og þessar sendingar og skot og varsla úr dauðafærum og virðingin sem hann hefur sem hjálpar okkur, svipað og með Aron Pálmars fyrir FH. Ómetanlegt að vera með drenginn.“ Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, fannst sitt lið ekki ná að springa almennilega út í leiknum í dag og þá sérstaklega síðasta korterið í fyrri hálfleik. „Björgvin frábær og Svíinn frábær í upphafi leiks, dauðafæri á báða bóga. Hægur leikur eins og þeir vildu. Við erum að skipta tveimur milli varnar og sóknar og náum ekki að keyra upp hraðann allan leikinn fannst mér, þó að við skorum einhver hraðaupphlaup í seinni hálfleik. Við erum á nokkuð góðum stað eftir fyrstu 15 en svo er þetta of mikið af einföldum mistökum. Hlaupum illa til baka nokkrum sinnum og fáum einfaldar innleysingar á okkur í fyrri. Þetta er frábært lið, Porto, með frábæra leikmenn og reynda og góðan þjálfara.“ Sjö marka munur var á liðunum í hálfleik og skoruðu Valsmenn aðeins níu mörk í fyrri hálfleik. Staðan 9-16 fyrir Porto. Óskari Bjarna fannst sá munur heldur til of mikill en lið hans beit heldur betur í skjaldarrendur í síðari hálfleik. „Mér fannst það of mikið að vera sjö mörkum undir í hálfleik, alveg eins og í Vardar erum við sjálfum okkur verstir. En alltaf náum við að koma til baka finnst mér og gera eitthvað úr þessu. Ég meina fyrir fram hefði það bara verið gott að koma inn og gera þetta að leik aftur en núna ertu bara fúll að hafa ekki bara unnið. Bara stórkostlegur seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Bjarni. Urðum svolítið litlir í okkur en komum til baka Hvað var það sem gerðist hjá Valsliðinu í hálfleik sem kveikti þennan neista sem liðið þurfti til að koma sér aftur inn í leikinn? „Þú ert með fullt hús og það eru margir sem hafa gert þetta áður og sumir ekki. Við urðum smá litlir í okkur en við komum til baka, náðum að rífa höfuðið upp. Menn eru bara orðnir reyndir í því að það sé ekki alltaf allt að ganga upp og ná að vinna sig út úr því. Kúnstin okkar er samt kannski að missa liðin ekki svona mörgum mörkum fram úr,“ sagði Óskar Bjarni, og hélt áfram. „Björgvin hélt áfram að verja og vörnin hélt og menn fóru að hreyfa sig betur sóknarlega, það kom meira flot á okkur. Við vorum of fyrirsjáanlegir í fyrri hálfleik, en þegar flotið kom þá var þetta flott.“ Björgvin Páll Gústavsson var í ham í seinni hálfleik.vísir/Anton Óskari Bjarna fannst þó lið Porto missa móðinn í síðari hálfleik, en liðið missti tvo menn af velli með rautt spjald í leiknum. Það fyrra kom aðeins eftir 3 mínútur og það síðara þegar korter var eftir af leiknum. Einnig sagði Óskar Bjarni lið Porto vera að kljást við meiðsli. „Þeir missa menn út af og voru vængbrotnir. Það er vont fyrir þá því þeir eru í vandræðum hægra megin, voru bara með tvo örvhenta. Þeir byrjuðu með rétthentan í hægra horninu og okkur grunaði að hann Mamadou Soumaré yrði hægra megin, en vinstri hornamaðurinn þeirra er meiddur þannig að þeir settu hægri hornamann inn. Ég held að það hafi bara verið karakter og hlutirnir féllu aðeins með okkur og við náðum að laga margt hjá okkur.“ Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar.vísir/Anton Lið Porto kom til landsins síðastliðna nótt og telur Óskar Bjarni ferðalagið hafi setið í liðsmönnum Porto. „Ég held líka að þeir hafi verið pínu þreyttir. Ég held að flugið hafi setið í þeim, þetta var ekkert óskaferðalag fyrir þá þar sem kom upp eitthvert vandamál. Þetta var ekkert hroki eða neitt svoleiðis af þeirra hálfu, það er ekki auðvelt að ferðast þetta og ég held að það hafi hjálpað okkur í seinni.“ Leikurinn var leikinn í Kaplakrika þar sem aðeins einn keppnisdúkur er til á landinu sem þarf að leggja á keppnisgólfið í Evrópudeildinni. Því sameinuðu Valsmenn og FH-ingar krafta sína þar sem bæði lið áttu heimaleik í kvöld í keppninni. Óskar Bjarni er hrikalega stoltur af liðunum með þennan vel heppnaða viðburð. „Ótrúlega stoltur af FH og Val“ „Ég er ótrúlega stoltur af FH og Val. Afmæli FH og geggjað að vera á dúknum. Jón Halldórsson, formaður Vals, og Ásgeir Jóns, formaður FH, mér finnst þetta stórkostlegt framtak að bjóða íslenska handboltasamfélaginu upp á þetta. Þú ert með hálfan Mosfellsbæinn í Porto treyjum og trommur og allt, bara geggjað. Ef eitthvað er, þá þarna í lokin hefði ég viljað fá aðeins meiri stemningu. Það er mikið af fólki sem eru hlutlausir, en Valsararnir stóðu sig frábærlega. Ég er bara mjög stoltur af FH og Val og fólkinu sem kom að þessu. Ég er bara þakklátur en fúll að hafa bara ekki unnið.“ Að lokum var Óskar Bjarni spurður út í mann leiksins Björgvin Pál Gústavsson, sem varði 19 skot, skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í leiknum. Ekki stóð á svörum hjá Óskari Bjarna. „Það er ótrúlegt að hafa Björgvin sem bara lifir fyrir þessa stund. Um leið og það er fólk í húsinu og tónlistarmenn og eitthvað happening þá er hann bara góður. Ótrúlega reyndur og þessar sendingar og skot og varsla úr dauðafærum og virðingin sem hann hefur sem hjálpar okkur, svipað og með Aron Pálmars fyrir FH. Ómetanlegt að vera með drenginn.“
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira